Verslun
Leit
Agamál
Lög og reglugerðir
Knattspyrnusamband Íslands
ksi-merki

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ úrskurðaði tvö þjálfara í bann á fundi sínum í gær.  Jónas Hallgrímsson, þjálfari Völsungs var dæmdur í eins leiks bann vegna ummæla sinna í fjölmiðlum 8. júlí síðastliðinn.  Þá var knattspyrnudeild Völsungs sektuð um 20.000 krónur.

Einnig var þjálfari Tindastóls, Róbert Haraldsson, úrskurðaður í eins leiks bann vegna framkomu hans eftir leik Víðis og Tindastóls þann 12. júlí síðastliðinn.  Knattspyrnudeild Tindastóls var ennfremur sektuð um 10.000 krónur.