Verslun
Leit
Hádegisfundur í HR um endurkomu á völlinn eftir meiðsli
Agamál

Aga- og úrskurðarnefnd ákvað á fundi sínum þann 27. september að sekta knattspyrnufélagið Árbæ, um 50.000 kr. vegna ummæla þjálfara liðsins í hlaðvarpsþættinum Ástríðunni. 

Um var að ræða opinber ummæli sem eru að mati framkvæmdastjóra til þess fallin að skaða ímynd íslenskrar knattspyrnu og með þeim hafi alvarlega verið vegið að heiðarleika dómara í leik Dalvíkur/Reynis og Elliða í 3. deild karla, þann 3. september.

Úrskurður aga- og úrskurðarnefndar í kærumáli nr. 10/2022.