Verslun
Leit
Ársþing
Knattspyrnusamband Íslands
ksi_merki

Eins og kunnugt er fer 60. ársþing KSÍ fram á Hótel Loftleiðum næstkomandi laugardag, 11. febrúar.  Þingið hefst kl. 11:00 og áætlað er að því ljúki kl. 16:00. 

Notendum ksi.is er bent á að ýmsar upplýsingar tengdar þinginu er að finna hér á vefnum, undir "Lög og reglugerðir" hér uppi til hægri. 

Þá verður settur upp tengill á forsíðu vefsins sem smella má á til að fylgjast með afgreiðslu tillagna, kosninga og annarra mála.