Verslun
Leit
Þinggerð 77. ársþings KSÍ 2023
Ársþing

78. ársþing KSÍ fer fram í íþróttamiðstöð Fram í Úlfarsárdal á morgun, laugardag, og hefst það klukkan 11:00.

Þingið verður í beinu streymi á KSÍ TV hjá Sjónvarpi Símans.

Nýr formaður verður kosinn þar sem Vanda Sigurgeirsdóttir gefur ekki kost á sér til áframhaldandi setu sem formaður KSÍ. Í framboði eru þeir Guðni Bergsson, Vignir Már Þormóðsson og Þorvaldur Örlygsson. 

Allar nánari upplýsingar um þingið má finna á ársþingsvef KSÍ.