Framboð til stjórnar KSÍ skal skv. 15. gr., sbr. 13. gr. laga KSÍ berast skrifstofu KSÍ skriflega minnst viku fyrir aukaþing eða í síðasta lagi laugardaginn 25. september. Kjörnefnd er þó heimilt að samþykkja framboð sem fram kemur síðar ef nægjanlegur fjöldi hefur ekki tilkynnt framboð sitt innan tilkynningarfrests.
Á aukaþingi þann 2. október nk. verður því kosinn formaður og stjórn til bráðabirgða sem mun starfa fram að næsta knattspyrnuþingi sem haldið verður í febrúar árið 2022. Fulltrúafjöldi hvers aðildarfélags er sá sami og á síðasta knattspyrnuþingi sem haldið var í febrúar 2021. Á aukaþinginu hafa allir kjörnir fulltrúar atkvæðisrétt. Kosning skal fara þannig fram:
Hér fyrir neðan er gerð grein fyrir þeim framboðum sem tilkynnt voru til skrifstofu KSÍ og hefur kjörnefnd yfirfarið gögn frambjóðenda. Framboðin eru birt í stafrófsröð.
Kosning formanns
Eftirtalin hafa boðið sig fram í embætti formanns KSÍ til bráðabirgða:
Kosning í stjórn
Eftirtalin hafa boðið sig fram í stjórn KSÍ til bráðabirgða:
Kosning í varastjórn
Eftirtalin hafa boðið sig fram í varastjórn KSÍ til bráðabirgða: