KSÍ veitir árlega grasrótarverðlaun og verður engin breyting þar á í ár. Verðlaunin eru þrískipt, grasrótareinstaklingur ársins, grasrótarfélag ársins og grasrótarverkefni ársins.
Ákveðið hefur verið að opna fyrir tilnefningar í þessum þremur flokkum þar sem fólki er velkomið að senda inn tilnefningu í einum eða fleiri flokkum. Allar tilnefningar verða skoðaðar og mun valnefnd sem skipuð verður af KSÍ velja sigurvegara.
Ef þú veist um einstakling, knattspyrnufélag eða verkefni sem gerði góða hluti í grasrótarstarfi árið 2022 þá hvetjum við þig til að senda inn tilnefningu með nafni einstaklings, félags eða verkefnis ásamt rökstuðningi á soley@ksi.is fyrir 1. febrúar 2023.
Eina skilyrðið er tenging við fótbolta.
Múrbrjótar vegna verkefnisins „Fótbolti án fordóma“. Fótboltafélagið Múrbrjótar hefur það að markmiði að bjóða einstaklingum sem takast á við geðræn og félagsleg vandamál upp á fótboltaæfingar, auka þátttöku í hollri hreyfingu, efla samfélags- og félagsvitund og rjúfa einangrun fólks með því að hittast og spila fótbolta.
Kormákur/Hvöt vegna öflugs knattspyrnustarfs fyrir börn og fullorðna.
Margrét Brandsdóttir var grasrótarpersóna ársins 2021 fyrir brautryðjendastarf í þjálfun yngri flokka kvenna hjá FH.
Keflavík og Njarðvík hlutu verðlaun fyrir grasrótarverkefni ársins 2021 fyrir verkefnið „íþróttir fyrir börn með mismunandi stuðningsþarfir“.
Á myndinni er Margrét Brandsdóttir við viðtöku Grasrótarverðlauna KSÍ árið 2021 þar sem hún hlaut titilinn Grasrótarpersóna ársins.