Verslun
Leit
Rafrænt 70. ársþing FIFA
Ársþing

70. ársþing Alþjóða knattspyrnusambandsins (FIFA) var haldið í dag, föstudaginn 18. september.  Þingið var rafrænt að þessu sinni, stýrt frá höfuðstöðvum FIFA í Zürich í Sviss, og sátu fulltrúar aðildarlandanna þingið í gegnum fjarfundabúnað.  Þingfulltrúar fyrir hönd KSÍ voru Guðni Bergsson formaður, Borghildur Sigurðardóttir varaformaður og Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri.

Smellið hér til að horfa á upptöku frá þinginu

Smellið hér til að skoða dagskrá þingsins og ýmsar upplýsingar

Mynd:  Borghildur Sigurðardóttir, Guðni Bergsson og Klara Bjartmarz fylgjast með gangi mála á rafrænu 70. ársþingi FIFA.