Framboð til stjórnar KSÍ skal skv. 15. grein laga KSÍ berast skrifstofu KSÍ minnst hálfum mánuði fyrir þing. Kjörnefnd er þó heimilt að samþykkja framboð sem fram kemur síðar ef nægjanlegur fjöldi hefur ekki tilkynnt framboð sitt innan tilkynningarfrests.
Stjórn KSÍ er kosin á knattspyrnuþingi og skal kosning fara þannig fram:
a. Kosning formanns annað hvert ár til tveggja ára í senn.
b. Kosning 4ra manna í aðalstjórn til tveggja ára en fjórir menn ganga úr aðalstjórn á hverju ári.
c. Kosning 4ra manna frá landsfjórðungunum í stjórn til eins árs.
d. Kosning 3ja manna til vara í aðalstjórn til eins árs.
e. Kosning 4ra manna frá landsfjórðungunum til vara til eins árs.
Hér fyrir neðan er gerð grein fyrir þeim framboðum sem tilkynnt voru til skrifstofu KSÍ hálfum mánuði fyrir þing og eru þau birt í stafrófsröð.
Tveir bjóða sig fram til formanns á 69. ársþingi og þeir eru:
Jónas Ýmir Jónasson - Hafnarfirði
Tveggja ára kjörtímabili eftirtaldra í aðalstjórn KSÍ lýkur á 69. ársþingi KSÍ 14. febrúar nk.:
Í aðalstjórn
Allir ofangreindir stjórnarmenn gefa kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Ekki bárust fleiri framboð til skrifstofu KSÍ.
Auk ofangreindra sitja í aðalstjórn (tveggja ára kjörtímabili þeirra lýkur í febrúar
2016):
Kosning aðalfulltrúa landsfjórðunga
Eins árs kjörtímabili aðalfulltrúa landsfjórðunganna lýkur á 69. ársþingi KSÍ 14. febrúar nk.:
Aðalfulltrúar landsfjórðunga
Jakob Skúlason - Vesturland
Björn Friðþjófsson - Norðurland
Valdemar Einarsson - Austurland
Tómas Þóroddsson - Suðurland
Allir ofangreindir fulltrúar gefa kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn sem aðalfulltrúar landsfjórðunga. Ekki bárust fleiri framboð til skrifstofu KSÍ.
Kosning varamanna í aðalstjórn
Eins árs kjörtímabili varamanna í aðalstjórn lýkur á 69. ársþingi KSÍ 14. febrúar nk.:
Varamenn í aðalstjórn
Ingvar Guðjónsson - Grindavík
Jóhann Torfason - Ísafirði
Þórarinn Gunnarsson - Reykjavík
Allir ofangreindir gefa kost á sér til áframhaldandi setu sem varamenn í aðalstjórn. Ekki bárust fleiri framboð til skrifstofu KSÍ.