Það eru ekki bara íslenskt Futsallandslið sem er að fara ótroðnar slóðir þessa dagana því íslenskir Futsaldómarar eru líka að láta að sér kveða. Andri Vigfússon dæmdi í kvöld sinn fyrsta alþjóðlega Futsalleik þegar hann var annar dómara á leik Ísraels og Noregs í forkeppni EM. Riðillinn er leikinn í Dublin á Írlandi og var Andri einnig þriðji dómari á leik heimamanna og Andorra.
Norðmenn, sem eins og Íslendingar eru að taka þátt í EM í Futsal í fyrsta skiptið, lögðu Ísrael, 7 - 3. Andorra lagði svo Íra, 2 - 1.
Við óskum Andra til hamingju með þennan áfanga og vonandi að fleiri dómarar láti að sér kveða á þessum vettvangi.