Alþjóðanefnd FIFA hefur gert nokkrar breytingar á knattspyrnulögunum sem taka gildi 1. júní. Að venju munu þessar breytingar taka gildi á Íslandi við upphaf Íslandsmótsins 1. maí. Nákvæmur texti verður gefin út í nýrri útgáfu af knattspyrnulögunum um leið og endanlegur texti berst frá FIFA. Breytingarnar eru eftirfarandi:
Frekari skýringar á túlkun rangstöðureglunnar
Alþjóðanefnd FIFA hefur einnig skýrt nánar með hvaða hætti sóknarmaður, sem er í rangstöðu, telst geta haft áhrif á varnarmann. Ef sóknarmaður er í rangstöðu, án þess að gera tilraun til að leika knettinum, en staða hans hefur þau áhrif að varnarmaðurinn bregst við í flýti til að varna því að knötturinn fari til sóknarmannsins, þá telst hann hafa áhrif á varnarmanninn. Í því tilfelli ber að refsa eins og um refsiverða rangstöðu sé að ræða.
Hér að neðan má sjá frekari útskýringar á þessum breytingum.