Verslun
Leit
Dómaramál
Dómaraflauta eða hljóðfæri?
domaraflauta

Bríet Bragadóttir dómari og aðstoðardómararnir Birna Bergstað Þórmundsdóttir og Rúna Kristín Stefánsdóttir, munu dæma á æfingamóti U23 landsliða kvenna.  Mótið verður á La Manga í umsjón norska knattspyrusambandsins og hefst nú í byrjun mars.

Þær munu starfa sem teymi á þremur leikjum, England - Svíþjóð sem fram fer 1. mars, Bandaríkin - Svíþjóð 3. mars og loks Noregur - Bandaríkin 5. mars.