Verslun
Leit
Dómarar á leið í dómarabúðir UEFA
Dómaramál

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þrír dómarar á vegum KSÍ eru á leið í dómarabúðir á vegum UEFA í Nyon í Sviss.

Gunnar Oddur Hafliðason, Kristján Már Ólafs og Eysteinn Hrafnkelsson taka þátt í þessum árlegu dómarabúðum Evrópska knattspyrnusambandsins.

KSÍ velur á hverju ári þrjá dómara, einn dómara og tvo aðstoðardómara til að taka þátt í búðunum.