Verslun
Leit
Dómaramál
Laurent Kopriwa
kopriwa_laurent

Dómararnir á vináttulandsleik Íslands og Færeyja á Laugardalsvellinum á miðvikudag koma frá Lúxemborg.  Maðurinn með flautuna heitir Laurent Kopriwa, sem er 29 ára gamall.  Kopriwa komst í hóp FIFA-dómara á þessu ári og starfar sem endurskoðandi.

Aðstoðardómararnir eru bræðurnir Antonio og Claudio De Carolis.  Fjórði dómarinn er hins vegar íslenskur og heitir Gunnar Jarl Jónsson.

Leikurinn er sem fyrr segir á miðvikudagskvöld og hefst kl. 19:45.