Verslun
Leit
Dómaramál
Erlender-Eiriksson

Erlendur Eiríksson mun dæma úrslitaleik Borgunarbikars karla sem fram fer á laugardaginn, 15. ágúst. Leikurinn er á milli Vals og KR en Erlendur dæmdi árið 2010 bikarúrslitaleik FH og KR. 

Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og hefst klukkan 16:00.

Dómarar:

Dómari: Erlendur Eiríksson

Aðstoðardómari: Jóhann Gunnar Guðmundsson

Aðstoðardómari: Frosti Viðar Gunnarsson

Fjórði dómari: Garðar Örn Hinriksson

Eftirlitsmaður: Einar Guðmundsson