Verslun
Leit
Rúmlega 13 þúsund hafa séð leiki Pepsi Max deildar kvenna
Dómaramál
Pepsi Max deildin

Heil umferð verður leikin í Pepsi Max deild kvenna á þriðjudag. Tveir leikir hefjast kl. 18:00 og þrír leikir kl. 19:15. Í viðureign Fylkis og Þórs/KA á Würth-vellinum í Árbæ verða tveir finnskir dómarar í dómaratríóinu.  Sini Hakala er dómari leiksins og landa hennar Alisa Levälampi/Akil Howson verður aðstoðardómari 2.  Aðstoðardómari 1 verður Eydís Ragna Einarsdóttir.   Þátttaka finnsku dómaranna er hluti af norrænu dómaraskiptaverkefni, sem er vel þekkt karlamegin, en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland er með í norrænu dómaraskiptunum kvennamegin.

Smelltu hér til að skoða leikina og stöðuna í Pepsi Max deild kvenna

Mynd:  Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net