Dómarinn í leik Þýskalands og Íslands á sunnudag er finnskur og heitir Kirsi Heikkiinen, en hún dæmdi úrslitaleik EM U19 landsliðs kvenna þegar keppnin fór fram á Íslandi árið 2007.
Annar aðstoðardómarinn er einnig finnskur, en hinn aðstoðardómarinn er frá Frakklandi. Fjórði dómarinn er svo grískur.
Eftirlitsmaður UEFA á leiknum er Liana Melania Stoicescu frá Rúmeníu og dómaraeftirlitsmaður er Hollendingurinn Jaap Uilenberg.

Kirsi Heikkinen

Tonja Paavola

Corinne Lagrange

Efthalia Mitsi
Liana Melania Stoicescu
Jaap Uilenberg
Leikur Þýskalands og Íslands er síðasti leikur íslenska liðsins á EM, en þýska liðið hefur þegar tryggt sér efsta sætið í riðlinum og þar með sæti í 8-liða úrslitum. Leikurinn er í beinni útsendingu á RÚV og hefst kl. 13:00.