Kristinn Jakobsson, FIFA dómari, dæmir leik Hattar og Fjölnis þann 17. mars n.k. kl. 14:00 í Fjarðarbyggðarhöllinni. Í tengslum við leikinn verður fræðslufundur í Grunnskólanum á Reyðarfirði þar sem Kristinn mun ásamt reyndum aðstoðardómara fara yfir helstu þætti dómgæslunnar.
Hér er kjörið tækifæri fyrir dómara og áhugamenn um dómgæslu að auka við þekkingu sína.
Allir starfandi dómarar og áhugamenn um dómgæslu eru hvattir til þess að mæta.
Skráning er hafin á magnus@ksi.is
