Verslun
Leit
Dómaramál
Gunnar Jarl

Gunnar Jarl hefur fengið annan leik að dæma, Portúgal - Skotland á morgun. 11:30 íslenskum tíma. Tyrki og Svisslendingur með honum og Marc Batta einn af aðal dómaranefndarmönnum UEFA í eftirliti.

Leikurinn er sýndur beint á Eurosport.

Gunnar Jarl Jónsson er staddur þessa daganna í Azerbaijan þar sem hann dæmir á lokamóti U17 karla. Gunnar dæmdi í gær leik Þýskalands og Úkraínu en leiknum lauk með 2-2 jafntefli. 

Dómarar frá 8 mismunandi löndum fengu boð í stóra verkefni og því er það mikill heiður fyrir Gunnar að vera meðal þeirra.