Verslun
Leit
Dómaramál
helgi-Mikael-domari

Norðurlandamót U17 landsliða karla fer fram í Svíþjóð dagana 4.-9. ágúst. Íslenska U17 landsliðið spilar auðvitað þar, en það eru ekki eingöngu íslenskir leikmenn sem taka þátt í NM í ár, einnig munu þeir Helgi Mikael Jónasson og Þórður Arnar Árnason starfa við dómgæslu - Helgi sem dómari og Þórður sem aðstoðardómari. 

Þá voru Valgeir Valgeirsson og Halldór Breiðfjörð um seinustu helgi í Færeyjum og dæmdu leik B36-FC Suðuroy.