Verslun
Leit
Íslenskir dómarar dæma í Norður Makedóníu
Dómaramál

Íslenskir dómarar dæma leik Shamrock Rovers FC og Djurgardens IF í riðlakepni Sambandsdeildar UEFA á fimmtudag.

Ívar Orri Kristjánsson dæmir leikinn, en honum til aðstoðar verða þeir Birkir Sigurðarson og Jóhann Gunnar Guðmundsson. Fjórði dómari verður Þorvaldur Árnason.

Leikurinn er liður í fyrstu umferð riðlakeppni Sambandsdeildar UEFA.

Er um að ræða fyrsta leik Ívars í riðlakeppni UEFA móts félagsliða, en hann hefur í sumar dæmt tvo leiki í forkeppninni og staðið sig frábærlega.