Verslun
Leit
Íslenskir dómarar í Belfast
Dómaramál

Íslenskir dómarar verða að störfum í Sambandsdeild UEFA á fimmtudag.  Þorvaldur Árnason er dómari á leik Cliftonville FC frá Norður-Írlandi og FC DAC 1904 Dunajská Streda frá Slóvakíu, en liðin mætast í Belfast.  Aðstoðardómarar verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Andri Vigfússon, og fjórði dómari verður Ívar Orri Kristjánsson.