Verslun
Leit
Dómaramál
Evrópudeildin
Europa-League-logo

Það verða ekki einungis íslensk félagslið og íslenskir leikmenn í eldlínunni þann 4. júlí næstkomandi, þegar fram fer 1. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA.  Íslenskur dómarakvartett verður einnig að störfum með Þórodd Hjaltalín fremstan í flokki.

Þóroddur verður dómari á viðureign litháíska liðsins FK Kruoja og FC Dinamo Minsk frá Hvíta-Rússlandi, en liðin í borginni Siauliai í Litháen.  Aðstoðardómarar verða þeir Sigurður Óli Þórleifsson og Áskell Þór Gíslason og fjórði dómari verður Erlendur Eiríksson.