Verslun
Leit
Íslenskir dómarar í Sambandsdeild Evrópu
Dómaramál

Þeir Ívar Orri Kristjánsson, Birkir Sigurðarson, Gylfi Már Sigurðsson og Helgi Mikael Jónasson mynda dómarateymi í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudag.

Fjórmenningarnir dæma leik Haverfordwest County frá Wales og KF Shkëndija frá Norður Makedóníu, sem fram fer í Wales. Ívar Orri heldur á flautunni og Birkir og Gylfi Már verða honum til aðstoðar. Helgi Mikael verður fjórði dómari.