Verslun
Leit
Íslenskir dómarar í Sambandsdeild Evrópu (2)
Dómaramál

Íslenskir dómarar dæma í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudag.

Í leik Viktoria Plzeň frá Tékklandi og Gzira United frá Möltu í þriðju umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu verður Vilhjálmur Alvar Þórarinsson með flautuna. Honum til aðstoðar verða Birkir Sigurðarson og Gylfi Már Sigurðsson. Helgi Mikael Jónasson verður fjórði dómari.