Verslun
Leit
Íslenskir dómarar í unglingadeild UEFA
Dómaramál

Helgi Mikael Jónasson, Egill Guðvarður Guðlaugsson og Guðmundur Ingi Bjarnason koma til með að dæma í Unglingadeild UEFA. Leikurinn fer fram miðvikudaginn 27. nóvember í Belgrad en það eru FK Crvena zvezda Youth frá Serbíu og VfB Stuttgart frá Þýskalandi sem etja kappi. 

Helgi Mikael verður aðaldómari og þeir Egill og Guðmundur aðstoðardómarar.