Verslun
Leit
Dómaramál
Merki Evrópudeildar UEFA
Europa-League-logo_UEFA

Það verður íslenskur dómarakvartett að störfum í Evrópudeild UEFA á fimmtudag, á leik FC BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi og portúgalska liðsins CS Marítimo.  Leikurinn fer fram á Gorodskoy leikvanginum í Borisov og er fyrri viðureign liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Dómari leiksins verður Kristinn Jakobsson, aðstoðardómarar þeir Sigurður Óli Þórleifsson og Ólafur Ingvar Guðfinnsson, og fjórði dómari verður Jóhannes Valgeirsson.