Verslun
Leit
Dómaramál
Kristinn Jakobsson
Kristinn_Jakobsson_2008

Kristinn Jakobsson verður í eldlínunni í dag þegar hann dæmir leik Kasakstan og Englands í undankeppni fyrir HM 2010.  Honum til aðstoðar verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Ólafur Ingvar Guðfinnsson.  Fjórði dómari verður Jóhannes Valgeirsson.

Englendingar hafa unnið alla fimm leiki sína í riðli 6 til þessa en fara nú á efiðan útivöll.  Þetta verður því án efa áhugaverð viðureign sem að Kristinn og félagar munu stjórna í Almaty í dag.

Fleiri íslenskir dómarar verða á ferðinni í dag.  Magnús Þórisson mun dæma leik Litháen og Grikklands í undankeppni EM 2011 hjá U21 karla.  Leikið verður í Marijaempole í Litháen og Magnúsi til aðstoðar verða þeir Áskell Þór Gíslason og Gylfi Már Sigurðsson.  Fjórði dómari verður Eyjólfur Magnús Kristinsson.

Magnús Þórisson