Kristinn Jakobsson dæmir á fimmtudaginn leik Atletico Madrid frá Spáni og Rennes frá Frakklandi en leikurinn er í lokaumferð Evrópudeildar UEFA. Leikið verður í Madrid en þessi félög leika I riðli. Kristni til aðstoðar verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Gunnar Sverrir Gunnarsson. Fjórði dómari verður Erlendur Eiríksson og aukaaðstoðardómarar þeir Magnús Þórisson og Þóroddur Hjaltalín.
Atletico Madrid hefur þegar tryggt sig áfram upp úr riðlinum og dugar liðinu jafntefli til þess að tryggja sér efsta sætið í riðlinum. Rennes á ekki lengur möguleika á því að komast upp úr riðlinum.