Verslun
Leit
Dómaramál
Kristinn Jakobsson
Kristinn_Jakobsson_2008

Kristinn Jakobsson mun dæma leik Lille frá Frakklandi og Levski Sofia frá Búlgaríu í C riðli Evrópudeildar UEFA en leikið verður í Frakklandi næstkomandi fimmtudag.  Kristni til aðstoðar verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Jóhann Gunnar Guðmundsson og fjórði dómari verður Jóhannes Valgeirsson.  Aukaaðstoðardómarar verða þeir Magnús Þórisson og Þóroddur Hjaltalín.