Verslun
Leit
Dómaramál
Kristinn Jakobsson
Kristinn_Jakobsson_2008

Kristinn Jakobsson hefur verið kosinn í einskonar fagráð úrvalsdómara (UEFA Referee Consultative Panel), þ.e. UEFA dómarar sem eru í Elite og Premier hópum.  Það eru dómararnir sjálfir sem kjósa í þetta ráð. 

Fyrsti fundurinn verður í tengslum við úrslitaleik Evrópudeildar UEFA sem fer fram í Hamborg á miðvikudaginn.  Ásamt Kristni í þessu fagráði eru dómararnir Massimo Busacca frá Sviss, Frank De Bleeckere frá Belgíu og Roberto Rosetti frá Ítalíu.