KSÍ og félag deildardómara hafa undirritað nýjan samning sem er til þriggja ára og gildir því keppnistímabilin 2010, 2011 og 2012. Samningurinn tekur m.a. mið af ákvæðum er fram koma í dómarasáttmála UEFA sem KSÍ er aðili að og samþykktu dómarar samninginn á fundi sínum þann 1. febrúar.