Verslun
Leit
Dómaramál
Dómaraflauta eða hljóðfæri?
domaraflauta

Eins og undanfarin ár hafa knattspyrnusambönd Norðulandanna haldið úti verkefni sem miðast við dómaraskipti á milli landanna.  Á morgun, þriðjudaginn 21. ágúst, munu dómarar frá Finnlandi starfa á leik Víkinga frá Reykjavík og Tindastóls.

Dómarinn heitir Mikko Lehtola og annar aðstoðardómari hans er Olli Jantunen.  Hinn aðstoðardómarinn er hinsvegar íslenskur og heitir Birkir Sigurðarson.

Síðar í mánuðinum munum við svo fá heimsókn frá dómurum frá Færeyjum og Noregi sem einnig munu starfa á leikjum hér á landi.