Keith Hackett fyrrverandi dómari í efstu deild í Englandi og síðar yfirmaður dómaramála þar í landi mun halda fyrirlestur fyrir íslenska dómara föstudaginn 15. október.
Fyrirlesturinn byrjar kl. 16:45 og lýkur kl. 18:45.
Dagskráin fundarins verður eftirfarandi:
- Prozone kerfið. Hvernig nýtist það dómurum.
- Hvað þarf til þess að verða toppdómari.
- Leiðin á toppinn.
- Dómgæsla sem lífstíll.
- Fyrirspurnir.
Allir starfandi dómarar og eftilitsmenn eru hvattir til þess að mæta á fundinn.