Valmynd
Flýtileiðir
9. ágúst 2024
Tveir sænskir dómarar verða að störfum á leik Keflavíkur og Víkings í Bestu deild kvenna á laugardag. Í dómarateyminu í leiknum verður Selma Griberg með flautuna og Laura Rapp verður aðstoðardómari 2, en ásamt þeim verða í teyminu þær Eydís Ragna Einarsdóttir (aðstoðardómari 1) og Bríet Bragadóttir (fjórði dómari). Er þetta hluti af samstarfi knattspyrnusambanda á Norðurlöndunum um dómaraskipti.