Valmynd
Flýtileiðir
25. september 2013
Þóroddur Hjaltalín mun dæma leik Dortmund og Marseille í Meistaradeild ungmenna sem UEFA heldur samhliða Meistaradeild UEFA. Þar mætast ungmennalið sömu félaga og mætast í Meistaradeildinni sjálfri. Leikið verður í Dortmund, þriðjudaginn 1. október.
Þóroddi til aðstoðar verða þeir Birkir Sigurðarson og Ásgeir Þór Ásgeirsson.
