Valmynd
Flýtileiðir
28. júní 2017
Þóroddur Hjaltalín mun í byrjun júlí dæma á lokamóti UEFA Regions Cup sem fram fer í Tyrklandi. Um er að ræða keppni áhugamannaliða á vegum UEFA en leikið var í riðlakeppni mótsins síðastliðinn vetur þar sem Þóroddur var einnig við störf.
Þóroddur mun dæma tvo leiki á mótinu auk þess sem hann verður fjórði dómari á einum leik.
