Valmynd
Flýtileiðir
3. september 2012
Þorvaldur Árnason verður í eldlínunni í Skotlandi á fimmtudaginn þegar hann dæmir leik Skotlands og Lúxemborg í undankeppni EM U21 karla. Leikurinn fer fram í borginni Paisley. Þorvaldi til aðstoðar verða þeir Áskell Þór Gíslason og Frosti Viðar Gunnarsson. Fjórði dómari verður Erlendur Eiríksson.
