Tilkynnt hefur verið hverjir dæma úrslitaleik Valitor-bikar karla á laugardag og fellur það í hlut Valgeirs Valgeirssonar að vera með flautuna í leiknum. Aðstoðardómarar verða þeir Gunnar Sverrir Gunnarsson og Frosti Viðar Gunnarsson.
Það eru sem kunnugt er Þór og KR sem leika til úrslita og er búist við hörkuleik og mikilli stemmningu. Leikurinn fer auðvitað fram á Laugardalsvelli og hefst kl. 16:00.