Verslun
Leit
Vilhjálmur Alvar dæmir í Sambandsdeildinni
Dómaramál

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæmir á fimmtudag leik Hibernian FC frá Skotlandi og FC Santa Coloma frá Andorra, en leikurinn fer fram í Edinborg í Skotlandi.

Honum til aðstoðar verða þeir Gylfi Már Sigurðsson og Oddur Helgi Guðmundsson. Fjórði dómari verður Ívar Orri Kristjánsson.

Leikurinn er liður í annarri umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar, en í henni leika einnig Breiðablik, Valur og FH.