Valmynd
Flýtileiðir
3. október 2017
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson mun dæma leik Þýskalands og Azerbaijan í undankeppni EM U21 karla, en leikið verður í Cottbus í Þýskalandi.
Vilhjálmi til aðstoðar verða þeir Gylfi Már Sigurðsson og Frosti Viðar Gunnarsson. Fjórði dómari leiksins verður Þóroddur Hjaltalín.
Leikurinn er í Cottbus föstudaginn 6. október og hefst hann klukkan 17:00 að íslenskum tíma.
