Verslun
Leit
Þrír leikir í dag í undankeppni FIFAe Nations Series
eFótbolti

Íslenska landsliðið í eFótbolta endaði í næstsíðasta sæti síns riðils í undankeppni FIFAe Nations Series.

Ísland var í riðli með Rúmeníu, Belgíu, Eistlandi, Finnlandi, Slóvakíu og Norður Írlandi, en Rúmeníu endaði á toppi riðilsins. Liðið lék 12 leiki, vann þrjá, gerði þrjú jafntefli og tapaði sex. Liðið skipuðu þeir Aron Þormar Lárusson, Bjarki Már Sigurðsson og Róbert Daði Sigurþórsson.