Verslun
Leit
Þrír leikir í dag í undankeppni FIFAe Nations Series
eFótbolti

Ísland lék þrjá leiki á föstudag í undankeppni FIFAe Nations Series.

Liðið gerði jafntefli gegn Norður Írlandi og Eistlandi, en tapaði fyrir Slóvakíu. Á fimmtudag tapaði Ísland tveimur leikjum, en unnu einn. Þeir enda þennan hluta riðlakeppninnar í sjötta sæti síns riðils með 12 stig.

Landsliðið skipa þeir Aron Þormar Lárusson, Fylki, Tindur Örvar Örvarsson, Rafík, og Róbert Daði Sigurþórsson, Fylki.