KSÍ stendur fyrir útskrift í kvöld fyrir 22 þjálfara sem hafa lokið UEFA A prófi í þjálfaramenntun KSÍ. UEFA A gráða er hæsta þjálfaragráða sem er í boði á Íslandi og næst hæsta þjálfaragráða sem UEFA viðurkennir.
Þjálfararnir 22 sem útskrifast í kvöld eru þeir fyrstu sem lokið hafa þessu námi hjá KSÍ. Af þessu tilefni boðar KSÍ til útskriftar klukkan 18:00 í kvöld, föstudaginn 3.mars í Víkinni, félagsheimili Víkings. Gert er ráð fyrir að útskriftin taki um 1 klukkutíma, haldnar verða stuttar ræður, viðurkenningarskjöl afhent og veitingar verða í boði KSÍ.
Þjálfarar með UEFA A gráðu hafa leyfi til að þjálfa alla flokka og í öllum deildum á Íslandi. Jafnframt er þjálfaragráðan viðurkennd í 48 af 52 löndum sem eiga aðild að UEFA.
Hæsta þjálfaragráða UEFA er svo UEFA Pro þjálfaragráða, en KSÍ stefnir á að bjóða upp á UEFA Pro þjálfaragráðu í samvinnu við enska knattspyrnusambandið innan fárra ára.
Eftirfarandi þjálfarar eru að útskrifast í kvöld með UEFA A þjálfaragráðu:
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fræðslustjóri KSÍ