Í síðustu viku útskrifaði UEFA 27 einstaklinga með UEFA CFM diplómu (Certificate in Football Management). UEFA heldur fjögur CFM námskeið árlega í fjórum mismunandi löndum. Þetta er í annað sinn sem námskeiðið er haldið á Íslandi í samstarfi við KSÍ. Alls útskrifuðust 18 einstaklingar sem starfa í íslenska knattspyrnuumhverfinu og 9 sem starfa hjá knattspyrnusamböndum innan Evrópu.
Námið er kennt á 9 mánuðum, hópurinn hittist tvisvar á Íslandi og einu sinni í gegnum fjarfundarbúnað. Milli hittinga vinna þátttakendur ýmis verkefni og þurfa m.a. að þreyta munnlegt próf.
Hér má finna nöfn útskriftarnemana
Mynd: Mummi Lú.