Janúarmánuður hefur verið viðburðaríkur í fræðslu hjá KSÍ og alls hafa 495 manns sótt fræðsluviðburði á þessum fyrsta mánuði ársins.
290 manns sóttu þjálfaranámskeið í mánuðinum en námskeiðin voru alls 9 talsins, allt frá leikgreiningarnámskeiði, þjálfararáðstefnu þar sem helsta umræðuefnið var knattspyrna kvenna og svo hefðbundin UEFA þjálfaranámskeið. 108 manns sóttu þrjá viðburði tengda grasrótarmálum og 97 sóttu dómaranámskeið hjá félögum og landsdómararáðstefnu.
Það er því óhætt að segja að líf og fjör hafi verið í fræðslumálum í janúar og sendum við þakkir til allra sem sóttu þessa viðburði.