Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands í samstarfi við Knattspyrnusamband Íslands kynnir glæsilega bikarúrslitaráðstefnu sem haldin verður í tengslum við bikarúrslitaleiki karla og kvenna, föstudaginn 12. ágúst og laugardaginn 13. ágúst. Aðalfyrirlesari á ráðstefnunni er Heimir Hallgrímsson, þjálfari A-landslið karla. Heimir mun fara ítarlega yfir vegferð íslenska landsliðsins á EM.
Ráðstefnan veitir 8 endurmenntunarstig á KSÍ A/UEFA A og KSÍ B/UEFA B þjálfaragráðum.
(2 endurmenntunarstig fyrir föstudaginn og 6 fyrir laugardaginn)
Föstudagur 12.ágúst - Höfuðstöðvar ÍSÍ Salur E
Á laugardeginum 13.ágúst - Laugardalshöll
Skráning er hafin á arnarbill@ksi.is eða á dagur@ksi.is
Verð á ráðstefnuna er 7.000 krónur fyrir félagsmenn KÞÍ. Verð fyrir þá sem eru ekki félagsmenn er 12.600 krónur. Innifalið í verðinu eru fyrirlestrar, hádegismatur og miði á báða bikarúrslitaleikina.