Alþjóðlegi hjartadagurinn er um næstu helgi, en þessi dagur var fyrst haldinn hátíðlegur árið 2000, og er slagorð hans „Fetaðu veginn að heilbrigðu harta“. Markmiðið var og er enn að upplýsa fólk um þá staðreynd að hjartasjúkdómar og heilablóðföll eru helsta dánarorsök alls mannkyns og draga til dauða allt að 17,3 milljónir manns ár hvert í heiminum.
KSÍ tekur þátt í þessu árveknisátaki með félögunum sem leika í Pepsi-deild karla og verður vakin athygli á alþjóðlega hjartadeginum í lokaumferð Pepsi-deildarinnar, sem fram fer laugardaginn 28. september.
Á árinu 2009 létust 627 Íslendingar úr hjarta- og æðasjúkdómum, þar af 289 konur. Á ári hverju fæðist ein milljón barna með hjartagalla og á Íslandi fæðast allt að 60 börn á ári.
Þó að tíðni hjarta- og æðasjúkdóma hafi lækkað verulega á síðustu árum er það enn svo að þeir sem fá hjarta- og æðasjúkdóma er oftar en ekki fólk sem enn er í fullu fjöri.
Góður fréttirnar eru að með heilbrigðu líferni má hafa jákvæð áhrif á helstu áhættuþætti þessara sjúkdóma og þannig koma í veg fyrir þá.
Vefur hjartaheilla - http://www.hjartaheill.is/
Vefur World Heart Day - http://www.world-heart-federation.org/
Vefur Hjartaverndar - http://www.hjarta.is/
Vefur Heilaheilla - http://www.heilaheill.is/
Vefur Neistans - http://www.neistinn.is/