Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar og Umf Leiknir Fáskrúðsfirði auglýsa eftir þjálfara, má vera spilandi sem getur hafið störf sem fyrst með meistaraflokk kvenna.
Meistaraflokkur kvenna Fjarðabyggð/Leiknir kemur til með að leika í 1.deild A riðli í sumar. Liðið samanstendur af leikmönnum frá Norðfirði, Eskifirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði (Fjarðabyggð).
Samæfingar fara fram í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði nú í vetur, en vellir og æfingaaðstaða er í öllum þéttbýliskjörnum í Fjarðabyggð.
Nánari upplýsingar gefur Stefán Már Guðmunsson í síma 864-1625, eða stefanm@skolar.fjardabyggd.is
Umsóknarfestur er til 27.mars.