ÍSÍ stendur fyrir fjármálaráðstefnu föstudaginn 11. nóvember kl. 16:00 - 18:00. Ráðstefnan fer fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardag, í fundarsölum á 3. hæð.
Lögð verður áhersla á að velta upp fjárhagsstöðu boltaíþrótta og því sem hefur gerst í fjárhagsmálum félaga á undanförnum árum. Meðal annars verður fjallað um hlutafélagavæðingu knattspyrnufélaga.
Ráðstefnan er ætluð öllum áhugasömum aðilum og sérstaklega þeim er koma að rekstri íþróttafélaga.
Aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis en óskað er eftir skráningu.
Nánari upplýsingar er að finna á vef ÍSÍ.