Verslun
Leit
Aukaþing KSÍ 2021 - Kosningar í bráðabirgðastjórn
Fræðsla
Mótamál
Lög og reglugerðir

Laugardaginn 30. nóvember frá kl. 11:00-14:00 verður hinn árlegi formanna- og framkvæmdastjórafundur KSÍ í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal. Farið verður yfir mótamál, reglugerðarbreytingar, vinnu starfshópa, kynning á VAR, stefnumótun KSÍ og umræður.

Í lok fundar verður tekin skoðunarferð um höfuðstöðvar KSÍ og farið m.a. yfir endurbætur á Laugardalsvelli.

Boðið verður uppá léttan hádegisverð.

Fundirnir verða teknir upp og sendir á þau félög sem þess óska. Glærukynningar frá fundinum verða birtar á vef KSÍ.

Skráningarhlekkur fyrir fundinn hefur verið sendur á aðildarfélög.